Ástvinur kvaddur á fallegan hátt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hún er falleg, sú íslenska hefð, að ættingjar og vinir safnast saman eftir útför ástvinar og drekki saman kaffi og þiggi veitingar. Hefðin á sér langa sögu og rætur í þeim tíma þegar oft þurfti að ferðast langar leiðir til að vera við útfarir. Í önnum nútímans er ekki óalgengt að stórfjölskyldur hittist sjaldan utan stórra viðburða og því verður erfidrykkjan líka til þess að styrkja tengsl. Í erfidrykkju gefst tækifæri til að minnast hins látna og þeirra góðu áhrifa sem hann hafði á okkur, en ekki síður til þess að horfa fram á veginn.

Margir kjósa að halda erfidrykkjur í sal og þá getur verið gott að panta veitingar með salnum. Það getur hins vegar verið kostnaðarsamt og stundum er sú þjónusta ekki í boði. Æ fleiri kjósa að halda erfidrykkjuna í heimahúsi sem er notalegt og stundin verður ekki jafn þvinguð, eða formleg, eins og ef hún væri í sal. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á mikið úrval af kaffiveitingum sem henta vel í erfidrykkjur. Á þessari síðu hér höfum við tekið saman nokkrar vörur sem við teljum að eigi vel við við slík tækifæri en auðvitað er hægt að velja hvaða veitingar sem er.

Það er auðvelt að panta á heimasíðunni okkar. Athugið að það tekur okkur 2-3 sólarhringa að afgreiða pantanir á tertum undir venjulegum kringumstæðum. Afgreiðslutíminn getur verið lengri á álagstímum og í kringum stórhátíðir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →