Fáðu þér tertu á vorjafndægri

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á vorin er sólin beint yfir miðbaug jarðar og dagur því um heim allan jafn langur nóttinni. Birtan mun svo halda áfram að vinna á og dagurinn lengist áfram um 6-7 mínútur á hverjum degi fram að sumarsólstöðum þegar daginn tekur að stytta á ný. Tilvalið er að fagna því með tertu frá Tertugalleríinu að dagurinn er að verða lengri en nóttin.

Jafndægur er eðli málsins samkvæmt tvisvar á ári. Í kringum 20.-21. mars og aftur 22.-23. september. Tímasetningar hnikast eilítið til á milli ára eftir því hvernig stendur á hlaupaári.

Orðið jafndægur hét til forna jafndægrishringur og var það notað um orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori. Að hausti voru notuð orðasamböndin haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti.

Orðið jafndægur er til í málum skyldum íslensku. Í dönsku er talað um jævndøgn, á ensku er talað um equinox, en orðið er leitt af latneska orðinu aeqvinoctium af aeqvus: jafn og -noctium sem leitt er af nox: nótt.

Sú trú er til tengd jafndægrum að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann. Ekki hefur verið sýnt á það með vísindalegum prófunum. En það ætti ekki að skaða neinn að gera tilraun til að sanna það á eldhúsborðinu.

Þeir sem vilja fagna birtunni og vorinu sem er handan við hornið geta pantað gómsæta tertu eða annað bakkelsi hjá Tertugalleríinu og boðið vinum og vandamönnum í kaffi. Til að auðvelda valið mælum við sérstaklega með nokkrum tertum.

Dæmi um tertu sem hentar frábærlega nú þegar sólin fer að skína lengur er franska súkkulaðitertan sem er alltaf vinsæl hjá okkur. Hún er þétt, mjúk og ótrúlega bragðgóð með jarðarberjum og bláberjum.

Kíktu á það sem er í boði á vefnum okkar. En mundu að hefðbundinn afgreiðslufrestur er 2-3 dagar og getur verið lengri á álagstímum.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →