Facebook-leikur Tertugallerísins: Hvað á tertan að heita?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er orðið algengt hér á landi að vinkonur haldi Baby Shower fyrir vinkonu sína sem er verðandi móðir eða nýbúin að eiga og ausi gjöfum yfir hana og barnið. Tertugalleríið hefur bakað tertu til að bjóða upp á í veislunni. En hvað á tertan að heita?

Það hefur tíðkast lengi erlendis að halda veislur til heiðurs móður og barni. Yfirleitt er ættingjum ekki boðið heldur nánustu vinkonum. Karlmenn verða líka að bíta í það súra epli að veislan er ekki ætluð þeim.

Í hinum enskumælandi heimi kallast boðin Baby Showers og vísa þau til þess að gjöfum er látið rigna yfir móðurina verðandi og bumbubúann. Hér á landi hefur orðið gjafaveisla eða steypiboð verið notað yfir boðið.

Við hjá Tertugalleríinu höfum bakað tertu í tilefni veislunnar fyrir bæði kynin. En hvað á tertan að heita? Við vitum að þið eruð hugmyndarík og sitjið á fullt af tillögum.

Við ætlum því að efna til keppni um besta heitið á tertunum.

Farðu á Facebook-síðu okkar hjá Tertugalleríinu og skrifaðu tillöguna á vegginn okkar. Leikurinn hefst í dag og stendur til og með næsta mánudegi, þ.e. síðasti séns til að taka þátt í leiknum er 30. mars næstkomandi.

Dómnefnd Tertugallerísins leggst síðan yfir tillögurnar og velur besta nafnið á tertunum. Niðurstaðan liggur fyrir miðvikudaginn 1. apríl. Sá eða sú sem á vinningstillöguna hlýtur að launum gjafakort Tertugallerísins upp á 20 þúsund krónur.

Við hjá Tertugalleríinu eigum úrval af tertum í gjafaveisluna. Kíktu á það sem er í boði á vefnum okkar. En mundu að hefðbundinn afgreiðslufrestur er 2-3 dagar og getur verið lengri á álagstímum.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →