Gerðu janúar auðveldari

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mörgum þykir janúar langur og erfiður mánuður, enda jólin yfirstaðin og margir hafa tekið niður jólaljósin svo einhvern veginn virðist allt mun dekkra yfir. En við getum huggað okkur við að daginn er tekið að lengja, eitt lítið hænuskref á dag og við getum alltaf gert okkur dagamun þó ekki sé hátíðisdagur.

Tertugallerí Myllunnar býður upp á gríðarmikið og gott úrval af eðal kaffiveitingum við hvern smekk. Hvort sem það eru súkkulaðitertur sem heilla þig eða safaríkar marengstertur færð þú eitthvað fyrir þinn snúð hjá Tertugallerí.

En við hjá Tertugallerí bjóðum ekki aðeins upp á ljúffengar tertur heldur líka minni veitingar eins og kleinuhringi, bollakökur og kleinur. Skoðaðu þig um á síðunni okkar og sjáðu hvað úrvalið er glæsilegt, verðið hagstætt og þegar þú smakkar kökurnar og terturnar á þig eftir að reka í rogastans – því þær eru jafnvel enn bragðbetri en þær eru fallegar.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14

Laugardagar kl. 10-12

Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →