Stundum þarf ekkert tilefni!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu vitum að ein besta leiðin til að fagna er að bjóða upp á glæsilega tertu og aðrar kaffiveitingar. Hvort sem er skírn, brúðkaup eða afmæli eigum við tertuna sem hæfir tilefninu. En það er þó ekki þannig að alltaf þurfi stórt tilefni til að fá sér gómsæta Tertugallerís tertu. Búðu til þitt eigið tilefni og láttu eftir þér að bragða á ljúffengri köku.

Það er nefnilega svo að tækifæri er tilefni og tilefni er ástæða. Ástæða til að gera sér glaðan dag. Fagna einhverju sem ber að fagna. Segja takk, segja bless, segja mér þykir vænt um þig. Það er svo margt hægt að segja með fallegri tertu. Tækifæristertur Tertugallerísins eru fyrir öll tækifæri og tilefni. Skoðaðu úrvalið hér á síðunni og pantaðu tertu fyrir þitt tækifæri.

Tertugalleríið gerir það einfalt og fljótlegt að panta tertu fyrir hvaða tilefni sem er. Marsipantertur, súkkulaðitertur, kransakökur og margt fleira. Í galleríinu má finna tertur sem falla að einföldum bragðlaukum sem og þroskaðri. Terturnar með áprentaðri mynd eru skemmtilegar fyrir þá sem þykir gaman að leika sér með myndefnið. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir.

Pantaðu með góðum fyrirvara því allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja hvenær tertan er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.




Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →