• Kynntu þér gjafakort Tertugallerísins - til að styrkja og gleðja

  • Fáðu fallegar og góðar tertur í steypiboðið

  • Skoðaðu nýjar, flottar og bragðgóðar marengstertur - pantaðu eina

  • Skoðaðu nýja hringlaga 20 manna afmælistertu

  • Fáðu flottar nammitertur í barnaafmælið

  • Gerðu ferminguna eftirminnilegri með glæsilegri tertu


Sauðum smalað af fjalli

Þegar hausta tekur og skólarnir eru byrjaðir halda bændur og búalið til fjalla til að smala sauðfé af fjalli. Smölunin endar í réttunum þar sem er til siðs að gera sér glaðan dag þegar dagsverkinu er lokið.


Skoðaðu bakkelsi í réttargleðina

Sjáðu brúðarterturnar

Það er varla til mikilvægari terta en brúðkaupstertan. Brúðkaupsdagurinn er skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað.

Skoðaðu hvað er í boði fyrir brúðkaupið

Erfidrykkja, hinsta kveðja

Það að sjá um útför og hinstu kveðju er yfirleitt flókið og annasamt ferli. Erfidrykkja er alla jafna liður í því og hana viljum við hafa viðeigandi og til sóma. Tertugalleríð býður bakkelsi sem tilvalið er í erfidrykkjuna.


Smelltu og kynntu þér bakkelsi í erfidrykkju

Nýlegar greinar

Fallegt brúðkaup í sumarlok

Það er fátt fallegra en að ganga í hjónaband í sumarlok. Hápunkturinn í öllum brúðkaupsveislum er þegar brúðarhjónin skera brúðartertuna og bjóða upp á kaffi og með því. Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af tertum fyrir þá sem vilja eiga góðar minningar úr brúðkaupinu.

Bjóddu upp á tertu á Menningarnótt
Menningarnótt í Reykjavík er á laugardag. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins. Við höfum tekið saman tillögur að sérlega listrænum og menningarlegum tertum ásamt öðru bakkelsi sem tilvalið er að bjóða upp á með kaffinu á Menningarnótt.
Ástvina minnst á fallegan hátt

Það fylgir því oft mikil sorg þegar ættingjar eða vinir sem fallið hafa frá eru jarðsettir. Það er engu að síður góður siður að minnast hins látna með fallegri erfidrykkju þar sem þeir sem þekktu hann eða hana í lifanda lífi geti hist og spjallað. Það er gott að geta á auðveldan hátt útvegað veitingar í erfidrykkjuna hjá Tertugalleríinu.

Lokað fyrir pantanir

Afgreiðslan okkar hjá Tertugalleríinu verður opin líkt og venjulega næstu daga en lokað verður fyrir pantanir á vefnum fram að mánudeginum 10. ágúst næstkomandi þar sem við önnum ekki fleiri pöntunum en þegar hafa borist. Terturnar okkar eru ferskvörur svo við viljum alltaf afhenda þær sama dag og til stendur að neyta þeirra.