• Kynntu þér gjafakort Tertugallerísins - til að styrkja og gleðja

  • Fáðu fallegar og góðar tertur í steypiboðið

  • Skoðaðu nýja hringlaga 20 manna afmælistertu

  • Fáðu flottar nammitertur í barnaafmælið

  • Gerðu ferminguna eftirminnilegri með glæsilegri tertu


Á faraldsfæti í sumarfríinu

Nú er hásumarið framundan og víst að margir eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Margir njóta þessa fallega tíma þegar dagarnir virðast engan endi taka til að ferðast um landið eða hitta fjölskylduna í sumarbústað.

Skoðaðu tertur fyrir sumarfríið

Sjáðu brúðarterturnar

Það er varla til mikilvægari terta en brúðkaupstertan. Brúðkaupsdagurinn er skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað.

Skoðaðu hvað er í boði fyrir brúðkaupið

Sjáðu fallegar skírnartertur

Skírn ungabarns er alla jafna fallegur og hugljúfur atburður. Á Íslandi hefur það verið til siðs að opinbera nafn barns við skírn. Þá getur t.d. verið sniðgut að panta skírnartertur með nafni barnsins áletruðu


Smelltu og skoðaðu fallegar skírnartertur

Nýlegar greinar

Allt fyrir afmælið Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.
Hrísmarengsbomba sem sprengir skalann

Hrísmarengsbomban okkar, tveggja laga púðursykursmarengsterta með hrískúlum og kokteilávöxtum og vanillurjóma á milli, er syndsamlega góð. Hrísmarengsbomban er hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóakroppi. Heldurðu að þú getir staðist hana? Bjóddu 14 manns í kaffi, því hún er 15 manna, og sjáðu hvort þú getir það - við leyfum okkur að efast!

Terta í tjaldinu
Nú er hásumar og margir eru á ferð og flugi um landiðFlestir halda mest upp á þennan tíma ársins og vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er með garðveislu heima, notalegum dögum í bústað eða hoppi á milli tjaldsvæða í leit að besta veðrinu. Komdu ferðalöngunum á óvart og vertu með tertu frá Tertugallerí í farangrinum!
Bollakökur í bústaðinn

Nú þegar flestir eru komnir í sumarfrí eða eiga bara örfáa vinnudaga eftir eru margir farnir að skipuleggja fríið. Ótrúlega margir fara í sumarbústaði enda hefur sumarbústaðaeign aukist mikið og flest stéttarfélög eiga fjöldann allan af sumarbústöðum. Þá vilja flestir gera vel við sig í mat og drykk og hafa örlítið meira við en ella. Það þarf ekki alltaf að vera dýrt að slá upp dýrindisveislu