Smurbrauðssneiðar
Það skiptir ekki máli hvert tækifærið er, gómsætt og gullfallegt smurbrauð að dönskum hætti frá Tertugallerínu er alltaf frábær hugmynd. Smurbrauð Tertugallerísins er gert af listfengi og aðeins úr úrvalshráefnum. Smurbrauðssneiðar eru tilvaldar við hvert tækifæri; í hádegis eða kvöldmat, á fundinn, í veisluna, eða í árbítsboð með vinum og ættingjum. Láttu hugarflugið ráða för. Þú getur valið um heilar eða hálfar sneiðar af mörgum tegundum sem hver er annarri gómsætari.