Fréttir — Kaffiboð

Fagnaðu Menningarnótt með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár og margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta. Í ár er Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 19. ágúst og við hjá Tertugalleríinu leggjum okkur fram um að fólk njóti lífsins og viljum liðsinna þeim sem vilja bjóða upp á ljúffengar veisluveigar. Við höfum tekið saman tillögur að...

Lestu meira →

Silkimjúkar Mini Nutellakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að okkar mati er alltaf tilefni til að fagna og gera sér dagamun og fá tækifæri í leiðinni til að gleðja þá sem eru í kringum okkur. Það gæti því verið ráðlagt að panta Mini Nutellakökur og bjóða í léttar veitingar til að fagna hversdagsleikanum. Mini Nutellakökurnar okkar eru klassískar og gómsætar og koma 20 stykki saman í kassa. Litlu kleinuhringirnir okkar passa reyndar fullkomlega með Mini Nutellakökunum og eru með karamellu glassúr og súkkulaðiperlum eða lakkrís eða brúnum glassúr með súkkulaðiperlum eða lakkrís og koma 30 saman í kassa. Pantaðu tímanlega Við mælum eindregið með því að þið pantið...

Lestu meira →

Gerðu vel við þig og þína – bjóddu í kaffiboð á kjördag!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú eru Alþingiskosningar á næsta leiti og því gott er að gera vel við sig. Bjóddu fólkinu þínu í ekta kaffiboð á kjördag, laugardaginn 25. september. Þú munt fá mikið lof fyrir gott boð með því að bjóða upp á fallega og girnilega brauðtertu, gómsæta súkkulaðitertu með íslenska fánanum og eftirlæti margra sælkera, marengstertu að hætti Tertugallerísins. Pantaðu í dag fyrir kosningakaffið á laugardaginn! Gott er að hafa í huga að til að fá afhent á laugardaginn þarftu að panta fyrir kl. 14 á fimmtudaginn.

Lestu meira →