Styttist í útskriftir

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Vorið er sá tími sem er í uppáhaldi hjá mörgum þegar náttúran vaknar úr dvala vetrarins, sól hækkar á lofti og tölurnar á hitakortinu rísa hægt en örugglega. En vorið er líka sá tími þar sem menntaskólanemar grúfa sig yfir bækurnar og eiga þá ósk heitasta að próftímanum ljúki.

 

Útskriftin er ein af stóru áföngunum í lífinu. Hvort sem um er að ræða útskrift úr framhaldsskóla þar sem nýstúdentar standa prúðbúnir með stúdentshúfuna á höfði og prófskírteini í höndunum og bíða þess að halda út í lífið og stíga sín fyrstu spor í lífi fullorðinna einstaklinga.

Þegar menn yfirgefa sinn framhaldsskóla standa menn á krossgötum, úr ótal leiðum er að velja og svo ótal margir möguleikar sem standa fólki til boða. Menn standa ekki síður á krossgötum þegar menn standa með prófskírteini sín í höndunum við brautskráningu úr háskóla.

Öllum stóráföngum í lífi einstaklingsins ber vissulega að fagna og eru útskriftir úr framhaldsskóla og háskóla vissulega engin undantekning þar sem hinn nýútskrifaði heldur upp á daginn og fagnar áfanganum með fjölskyldum og vinum.

Við hjá Tertugalleríinu erum með gott úrval af girnilegum og bragðgóðum kökum sem sóma sér vel í hvaða útskrift sem er.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →