Eyddu tímanum í annað en bakstur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Afmælisdagurinn er sérstakur dagur hjá mörgum börnum og spenningurinn oft ótrúlega mikill fyrir honum. Margir foreldrar og forráðamenn vilja hafa afmæli barnsins eins eftirminnilegt og hægt er og góður undirbúningur er lykilatriði til að takmarka umstangið í kringum afmælið. 

Við undirbúning barnaafmælis er mikilvægt að huga að afmælistertunni en margir kjósa að eyða sínum eigin tíma í annað bakstur og panta sér því tertur og fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Fyrir það fyrsta fást tertur á mjög hagstæðu verði. Sem dæmi má taka að einföld afmælisterta með nammi hjá Tertugalleríinu fyrir 15 manns kostar aðeins 3183 krónur. Tíminn getur oft verið knappur og Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir.

Börnin hafa líka æ meira að segja um undirbúning afmælisins og líklega vilja þau flest helst fá að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, fremur en að svitna við baksturinn þó enn sé auðvitað hægt að gera skemmtilega stund úr því.

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur.

Til að gera súkkulaðitertuna persónulegri er frábær hugmynd að prenta mynd af afmælisbarninu til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og afar ljúffengu brúnu smjörkremi á kantinum.

Kynntu þér úrvalið af súkkulaðitertum ásamt öðrum frábærum afmælisveisluveigum og pantaðu eitthvað ljúffengt á veisluborðið. Skoðaðu úrvalið hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar afmælisveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →