Þú getur líka fagnað bæjarhátíð heima

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er komið á fullt, sólin skín og hitatölurnar hækka og lækka til skiptis.

Bæjarhátíðir eru að finna um land allt og fyrir brottflutta er alltaf gaman að koma heim og hitta vini og ættingja. En við sem búum á höfuðborgarsvæðinu eigum hins vegar ekki alltaf heimangengt og þá er tilvalið að gleðja gesti og gangandi með ljúffengri súkkulaðitertu, í borginni. Súkkulaðiterta er alltaf vinsæl hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni og fær ávallt bragðlaukana til að kætast. Það er líka hægt að myndskreyta þær, til dæmis með merki þess bæjarfélags sem þú ólst upp í.

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Þessar súkkulaðidásemdir samanstanda af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan.

Til að gera súkkulaðitertuna persónulegri og jafnvel skemmtilegri er hægt að prenta mynd að eigin vali til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu smjörkremi á kantinum.

Þú finnur einnig aðrar fjölbreyttar og ljúffengar tertur hjá Tertugalleríinu við þitt hæfi eins og marengstertur, marsípantertur, sykurmassatertur, bókartertur og kransakökur. Skoðaðu úrvalið og finndu tertuna þína fyrir þitt eigið tilefni.

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →