Hvernig fermingarveislu vill fermingarbarnið halda?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fermingin er merkur áfangi í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar allrar. Vegurinn liggur frá barnæskunni til fullorðinsáranna og allt er mögulegt. Við hjá Tertugalleríinu segjum alltaf að það er mikilvægt að leyfa fermingarbarninu tilvonandi að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingardagurinn er ein af stóru stundunum í lífi hvers barns og hefur að geyma dýrmætar minningar.

Til eru margar útfærslur af fallegum fermingarveislum og þarf að líta til þess hvað höfðar til hvers og eins. Þá erum við ekki einungis að tala um magnið fyrir hvern rétt sem er pantaður og borinn fram, heldur þarf líka að huga til dæmis að aldri veislugesta, því mismunandi er hvað fólk borðar mikið. Börn og eldra fólk borðar oft minna en unglingar og yngra fólk og eldra fólk hefur annan smekk en yngra fólk.

Ef um er að ræða kaffihlaðborð með tertum og brauðréttum er gjarnan reiknað með 2-3 tertusneiðum á mann og er 1 terta um það bil 10-12 sneiðar. Af brauðmeti er reiknað með 2-3 skömmtum af brauðréttum á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og  2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Þegar kemur að standandi boði eða smáréttarveislu sem stendur yfir í tvær klukkustundir er miðað við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu samhliða öðrum veitingum. Það er alltaf gott að hafa sæta bita með öðrum veitingum og ef þið kjósið að bjóða upp á konfektmola þá er reiknað með 2-3 molum á mann.

Ef brauðmeti er reiknað með smáréttunum er talað um 2-3 skammta á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og 2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Þegar kemur að drykkjum má gera ráð fyrir 45 gr. af kaffi á móti 1 lítra af vatni í venjulega kaffivél en 70 gr. í lítra af vatni fyrir expressó kaffi. 1 lítri gefur 8 bolla og reikna skal 1-2 bolla á mann. Hvað öl og gos varðar er óhætt að reikna 2-3 glösum á mann, sem taka 2,5 dl. hvert.

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur og aðrar veisluveigar á hagstæðu verði fyrir fermingarveislur. Við hjá Tertugalleríinu viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið fyrir fermingarveisluna með fermingarbarninu og pantið tímalega!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →