Sumarið á næsta leiti

Garðverkin býða á sumardaginn fyrsta
Nú styttist í sumardaginn fyrsta. Hann ber upp á fyrsta dag Hörpu, fyrsta af sex sumarmánuðum gamla norræna tímatalsins. Þann dag er víða fagnað í bæjum og hverfum borgarinnar með skrúðgöngum og skátamessum.

Samkvæmt þjóðtrúnni boðar það góða tíð ef vetur og sumar frjósa saman. Gott sumar í því samhengi sem þessi þjóðtrú spratt upp úr merkir þó trúlega að nyt búpeninga verði góð og taðan kjarnmikil frekar en að sumarið sem slíkt verði sólríkt og þurrt.

Það er margt í boði fyrir þá sem vilja fagna sumri og hækkandi sól sumardaginn fyrsta. Við höfum ýmsar tillögur sem þú getur kynnt þér. Mundu að panta með góðum fyrirvara.