Tertur með mynd

Gerðu veisluna skemmtilegri og bjóddu gestum tertu með áprentaðri mynd. Prentað er á gæða marsípan og því er myndin fullkomlega neysluhæf. Taktu mynd, eða finndu hana í safninu þínu, og sendu til okkar í tölvupósti. Sendu okkur skemmtilega mynda af afmælisbarninu eða fallega mynd af fermingarbarninu.

Við eigum líka merki margra íslenskra íþróttafélaga. Þú getur einnig sent okkur merki þíns uppáhalds íþróttafélags eða fyrirtækisins. Teiknimyndahetjur af ýmsu tagi eru vinsælar hjá afmælisbörnum af yngri kynslóðinni og jafnvel líka hjá þeim sem eldri eru. Sendu okkur hetjuna þína eða hringdu til okkar í síma 510 2300 og við aðstoðum þig við val á mynd.

Hafðu í huga að gæði andlitsmynda á marsipani eru ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír. Marsipanið er gróft og ljóst að lit og því verða myndir alltaf grófari og liturinn ögn daufari en myndin sem þú sendir okkur til að setja á tertuna þína.

Hægt er að setja mynd á flestar gerðir af tertum frá okkur. Hámarksstærð myndar er u.þ.b. 50x50cm en getur að sjálfsögðu líka takmarkast af stærð tertu þegar um litlar tertur er að ræða. Skráartegundir: .jpg, .tif, .png. Myndir sem eru vistaðar í .gif eru venjulega í lágum gæðum og eru fyrir vefi og eru ekki í prentgæðum.