Tertur fyrir steggja- og gæsapartí

Hafðu samband og athugaðu hvað við hjá Tertugalleríinu getum gert fyrir þitt partíÍ steggjapartíum og gæsapartíum hefur orðið til sá skemmtilegi siður að bjóða verðandi brúðguma eða brúði uppá tertur af hinum ýmsu gerðum og formum. 

Bökurum okkar hjá Tertugallerínu berast afar fjölbreytilegar óskir frá viðskiptavinum okkar. Þeir geta auðveldlega galdrað fram hin ótrúlegustu form. Og það þarf ekki að kosta mikið.

Við hjá Tertugalleríinu minnum á að sumir eru auðsæranlegri en aðrir og forðast skal að særa blygðunarkennd fólks. Varist að fara á skjön við almennt siðgæði.

Hafðu samband við okkur í síma 510 2300 eða sendu okkur þínar hugmyndir og óskir með tölvupósti og við munum leggja okkur fram við að uppfylla þínar þarfir.

Kynntu þér líka þann möguleika að láta setja mynd á tertu, t.d. af verðandi brúði eða brúðguma eða einhverju því sem tengist tilefninu.