Túnfisksalat 1kg
Túnfisksalat frá Tertugalleríið auðveldar þér fyrirhöfnina fyrir veisluna
Nettóþyngd 1.000 g.
Almenn lýsing:
Ljúffent túnfisksalat tilvalið í brauðtertuna, kexið og á samlokuna
Kælivara 0-4°C
Ekki láta salat aftur í kæli ef það hefur staðið við stofuhita á veisluborði.
Innihaldsefni:
Soðin EGG (EGG, vatn, ediksýra, salt, kryddolía), TÚNFISKUR 23% (TÚNFISKUR, sólblómaolía, vatn, salt), majónes (repjuolía, EGGJARAUÐUR, vatn, krydd, SINNEPSDUFT, edik, sykur, salt, rotvarnarefni (E211, E202)), grísk jógúrt (MJÓLK), rauðlaukur, kryddblanda (salt, bragðaukandi efni (E621), sterkja, gerþykkni, karrí, hvítlaukur, paprika, hvítur pipar, kryddjurtir (steinselja, dill), laukur, pálmaolía), hvítlauksduft, salt, svartur pipar.
Getur innihaldið leifar af GLÚTENI, FISK, KRABBADÝR/SKELFISK, EGG, SOJA, MJÓLK, HNETUM, SELLERÍ, SINNEP, LÚPÍNU OG SESAMFRÆJUM.
Næringargildi í 100 g:
Orka |
1037 kJ / 259 kkal |
Fita: |
23 g |
- þar af mettuð fita: |
3,1 g |
Kolvetni: |
1,7 g |
- þar af sykurtegundir: |
1,0 g |
Trefjar: |
0,2 g |
Prótein: |
12 g |
Salt: |
0,83 g |
Fersklagað brauðsalat til neyslu samdægurs
Við höfum fengið nokkrar spurningar um af hverju síðasti neysludagur á brauðsalatinu okkar er sami dagur og framleiðsludagurinn. Á því er í raun einföld skýring.
Allar vörur Tertugallerísins eru hugsaðar fyrir neyslu samdægurs svo þær séu sem ferskastar og gæðin sem mest svo veislurnar heppnist vel. Það á jafnt við um rjómahnallþórur sem skúffukökur og á líka við um salötin okkar sem við gerum á hverjum degi. Við búum til túnfisk-, rækju- og skinkusalat daglega á staðnum svo þau hafi sem allra mestan ferskleika fyrir veislurnar sem þau eru ætluð í, sama dag.
Þegar um ferskvöru af þessu tagi er að ræða setjum við því ekki lengri dagstimpil (neysludag) en þann dag sem salatið var framleitt. Ef við myndum vilja lengja dagstimpilinn þá þyrfti að fara í kostnaðarsamar prufur á endingu þess og ef til vill gera breytingar á innihaldi sem gæti hækkað verðið á salatinu. Þar sem salötin eru ætluð til neyslu samdægurs til að hámarka gæði, eins og áður segir, er því ekki þörf á lengri dagstimpli.
Pöntum tímanlega og njótum fersk baksturs OG ferskra brauðsalata samdægurs!