Bleika tertan
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á tvær gerðir af bleikum tertum fyrir þau fyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum og starfsfólki í bleikt kaffiboð. Hægt er að panta terturnar allan ársins hring. Eftirspurn er líka eftir tertum sem þessum hjá þeim einstaklingum sem vilja bjóða upp á bleikt tertuboð. Bleiku terturnar okkar hjá Tertugalleríinu eru vinsælar í steypiboðum þar sem þungun eða barnsfæðingu er fagnað.
Önnur gerðin af tertunum er með einu lagi af súkkulaðitertu og öðru af ljósri tertu, með bleiku kremi og sykurmassa sem hægt er að prenta á þann texta sem þú vilt. Hin er súkkulaðiterta með skreytingu og bleiku kremi á milli laga. Þetta eru ljúffengar tertur sem eiga alltaf við.
Okkur þykir það leitt, en engar vörur passa við leitina