Fyrsti vetrardagur
Veturinn gengur í garð. Það tekur að snjóa og hverskyns kynjamyndir verða til og nýtt landslag setur mark sitt á landið – land snjóa og skafla. Njóttu þess sem veturinn býður upp á. Farðu á skíði, grafðu upp uppáhalds prjónavettlingana, byggðu snjóhús og skautaðu á traustum ís. En þó vindar blási og frosthörkur ríki getur veturinn verið ægifagur. Hafðu hugfast að gott bakkelsi bragðast sjaldan jafnvel og eftir skemmtilega útiveru að vetri.