Haustjafndægur

Árstíðir hefjast við sólstöður og því hefst haustið nú þegar haustjafndægur eiga sér stað. Þegar hausta tekur breytist litaflóra landsins. Gult, appelsínugult og rautt tekur við grænum klæðum sumarsins. Landið verður afar litríkt og ægifagurt og hauststillurnar ramma inn litadýrðina svo langt sem augað eygir. Farðu í lautarferð og njóttu haustlitanna, ferska loftsins og kyrrðarinnar. Virtu fyrir þér fagra litina og safnaðu laufum og pressaðu þau.