Bjóddu systkinum í kaffi
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Samband okkar við systkin okkar getur verið mikilvægasta sambandið í lífi okkar og
hugsanlega eigum við aldrei í jafn mikilvægu sambandi við nokkurn annan. Þetta segir sálfræðingur um samband systkina. Þetta kemur fram í frétt Pressunar um sambönd systkina.
Í fréttinni segir að þeir sem hafa alist upp í systkinahóp kannist örugglega við deilur í systkinahópnum, rifrildi, jafnvel slagsmál, öfundsýni og ýmislegt annað sem kom upp á á unga aldri. En eftir því sem fólk eldist dregur úr þessum skærum, að minnsta kosti hjá flestum. Fólk byrjar að meta systkin sín að verðleikum og sambandið verður betra.
Það er ákaflega mikilvægt að rækta samböndin í lífinu og samband okkar við systkini okkar eru greinilega einhver þau mikilvægustu. Við hjá Tertugallerí mælum með að þú hóir saman systkinahópnum í kaffi og bjóðir upp á ljúffenga tertu frá Tertugallerí. Skoðaðu úrvalið hér og nýttu tímann í að spjalla og rækta þessi mikilvægu samskipti.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.