Fréttir — Lúxus bitar

Þægilegri Þakkargjörðarveisla með Tertugallerí

Útgefið af Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir þann

Þakkargjörðarhátíðin nálgast óðfluga og verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi, en hún er alltaf fjórða fimmudaginn í nóvember. Þakkargjörðin, eða Thanksgiving, er upprunin í Bandaríkjunum og er haldin þar, í Kanada, á nokkrum Karíbahafseyjum og í Líberíu. Upphaflega var hún hugusuð sem tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins og oft heimsækir fólk sína nánustu og borðar sérstakan þakkargjörðarmat sem er yfirleitt borinn fram á stóru borði eða í formi hlaðborðs.  Hefðin hefur þó breitt úr sér og það hefur færst verulega í aukana að hún sé haldin hátíðleg á Íslandi. Önnur hefð sem hefur fest sig í sessi hérlendis...

Lestu meira →

Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þrátt fyrir hraðann og streitu nútímasamfélagsins halda saumaklúbbar áfram að vera vinsæl hefð á Íslandi. Í gegnum tíðina hafa saumaklúbbar verið að hittast reglulega, ræða málin og styrkja tengslin. Þótt upphaflega hafi klúbbarnir snúist um handavinnu, hefur áherslan í dag færst meira yfir á samveruna sjálfa. Í mörgum saumaklúbbum er ekki lengur saumað, heldur deilt sögum og spjallað um lífið og tilveruna. Það sem er skemmtilegt við saumaklúbba er sú hefð sem hefur skapast í kringum þá að koma saman og njóta ljúffengra veitinga. Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertunum okkar fyrir næsta...

Lestu meira →

Er vinnufundur framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við vitum öll hversu mikilvægir vinnufundir eru fyrir framgang verkefna og samheldni teymisins á vinnustaðnum. Við vitum líka að það er ekkert sem kætir og bætir fundina betur en ljúffengar veitingar sem gleðja bragðlaukana og skapa góða stemningu. Þess vegna er Tertugalleríið tilvalinn kostur þegar þú vilt gera fundina að eftirminnilegri upplifun. Tertugalleríið er þekkt fyrir fjölbreytt úrval af ferskum og ljúffengum tertum, kökum, smáréttum og öðrum veitingum sem eru fullkomnar fyrir fundi í vinnunni. Hvort sem um ræðir lítið teymi eða stóran hóp getum við sérsniðið veitingarnar að þínum þörfum. Veisluveigar okkar eru ekki aðeins gæddar góðu handverki og...

Lestu meira →

Er steggjun eða gæsun framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt skemmtilegra en góð steggja- eða gæsaveisla með fjöri, hlátri og dásamlegum vinum. Þegar verðandi brúðhjón eru á leið í hjónaband er tilvalið að fagna þessum tímamótum með stæl, hvort sem það er í formi helgardagskrár eða kvöldveislu sem enginn gleymir!  Steggja- og gæsaveislur eru einnig einstakt tækifæri til að fagna vináttu, hlæja og senda tilvonandi hjón af stað í hjónaband með bros á vör og hjartað fullt af hlýju. Aðalatriði er að skapa minningar og hafa gaman. Hvort sem veislan fer fram í sumarbústað, heima í stofu, í leynilegri veisluherbergi í miðbænum eða í rútu á ferð...

Lestu meira →

Veisluveigar fyrir útskriftarveisluna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er komið og sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar fyrir fjölmarga nemendur og fjölskyldur þeirra. Á næstu vikum munu grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar og aðrar menntastofnanir halda glæsilegar athafnir þar sem áfangar síðustu ára verða fagnaðir. Útskriftarveisla eru mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins útskriftarnema og tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, rifja upp ferðalagið sem hefur verið lagt að baki og fagna framtíðinni sem fram undan er. Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er...

Lestu meira →