Fréttir — Pantaðu tímanlega

Tertugallerí liðsinnir þér í desember

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fyrsti í aðventu var sunnudaginn 1. desember og er óhætt að segja að jólagleðin sé hafin hjá mörgum. Víða má sjá jólaljós á heimilum fólks  skína skært í vetrarmyrkrinu og eru landsmenn duglegir við að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðilegum og litríkum jólaljósum. Ilmurinn af smákökubakstri fyllir heimilin og hátíðleiki jólatónlistar vekur tilhlökkun í hjörtum þeirra sem á hlusta. Þetta er einnig sá tíminn þegar samstarfsfélagar, vinir og vandamenn koma saman til að njóta samverunnar og gleðjast í aðdraganda jóla. Aðventan er tími veisluhalda þegar margir gera sér dagamun og útbúa...

Lestu meira →

Afgreiðslutími yfir jól og áramót 2024

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Afgreiðslutími og pöntunarfrestur á veisluveigum frá Tertugalleríinu um jól og áramót 2024 verður sem hér segir: 23. des. – Mánudagur (Þorláksmessa) OPIÐ kl. 8:00-14:0024. des. – Þriðjudagur (Aðfangadagur) LOKAÐ25. des. – Miðvikudagur (Jóladagur) LOKAÐ26. des. – Fimmtudagur (Annar í jólum) LOKAÐ27. des. – Föstudagur OPIÐ kl. 8:00-14:0028. des. – Laugardagur OPIÐ kl. 9:00-12:0029. des. – Sunnudagur OPIÐ kl. 9:00-12:0030. des. – Mánudagur OPIÐ kl. 8:00-14:0031. des. – Þriðjudagur (Gamlársdagur) LOKAÐ1. jan. – Miðvikudagur (Nýársdagur) LOKAÐ2. jan. – Fimmtudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00* Til að fá vörur á Þorláksmessu þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 20....

Lestu meira →

Fagnaðu fullveldisdeginum með súkkulaðitertu og bollaköku með mynd af íslenska fánanum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

1.desember er fullveldisdagur Íslands og er einn mikilvægasti hátíðisdagur íslenskrar þjóðar. Fullveldisdagurinn markar tímamót í sjálfstæðisbaráttu landsins og viðurkenningu á fullveldi Íslands. Á þessum degi árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki eftir áratuga baráttu fyrir sjálfsstjórn og fullu sjálfstæði frá Danmörku. Þó Ísland hafi haldið áfram að vera í konungssambandi við Danmörku, þar sem danski konungurinn var enn konungur Íslands, gaf fullveldið Íslendingum aukin völd yfir eigin málum og lagði grunninn að fullkomnu sjálfstæði landsins árið 1944. Fullveldisdagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og minnir á mikilvægi fullveldis, sjálfsákvörðunarréttar og sjálfstæðis. Hátíðir á þessum degi fela gjarnan í sér athafnir...

Lestu meira →

Fagnaðu degi íslenskrar tungu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er þann 16. nóvember til að heiðra og fagna íslensku tungumáli og arfleifð þess. Dagsetningin er valin til að minnast fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar, eins áhrifamesta skálds og náttúrufræðings Íslands á 19. öld, sem átti stóran þátt í þróun og mótun íslenskrar tungu með sínum ritverkum. Á degi íslenskrar tungu eru haldnir fjölmargir viðburðir víða um land, þar á meðal upplestrar, fyrirlestrar og skemmtanir sem tengjast tungumálinu. Á þessum degi eru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til varðveislu og þróunar íslenskrar tungu. Þessi viðurkenning er mikilvæg hvatning fyrir þá sem hafa lagt...

Lestu meira →

Það er tilvalið að gleðja með marengstertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt betra en að gleðja þá sem manni þykir vænt um með ljúffengri  marengstertu og er hún fullkominn kostur þegar þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt og eftirminnilegt. Léttleikinn og sæta bragðið af marengsinum ásamt mjúka rjómanum og fersku berjunum eða ávöxtunum gera þessa tertu að algjörum veislurétti sem allir njóta og gleðjast yfir . Marengsterta er ljúffeng með einstakri áferð og falleg að sjá. Hún er tilvalin fyrir hvers kyns tilefni, hvort sem það er afmæli, jólaboð, brúðkaup eða bara afslappað kaffiboð með fjölskyldu og vinum. Marengstertur Tertugallerísins gleðja Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertum okkar en þær...

Lestu meira →