Fréttir — brúðkaupstertan
Eru þið að fara ganga í það heilaga í sumar?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þið fallegu tilvonandi hjón hafið örugglega velt fyrir ykkur hvernig vígslan og veislan eiga að vera, hvar og hvenær og um allt fólkið sem mun koma að þessum merkisdegi. Svo lengi sem þið talið saman og setið ykkur markmið fer allt vel. Það er að mörgu að huga en það er gott að vita fyrirfram að það eru engar fastar reglur nema ein en sú er að þarf að vera einhver sem gefur ykkur saman, fulltrúi frá trúar- eða lífskoðunarfélagi eða sýslumanni. Að öðru leiti snýst þetta fyrst og fremst um að hafa gaman og að láta hugmyndaflugið ráða. ...