Fréttir — kökur
Er skírn eða nafngjöf framundan?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn og er oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Athöfnin fer yfirleitt fram í kirkju, sal eða heimahúsi og hefur ýmis konar merkingu í samfélaginu. Fyrir mörgum er þetta mikilvæg stund og ákveðin tímamót þar sem lítið barn er í fyrsta skipti kynnt með nafni fyrir fólkinu sínu. Trúarleg skírn Í stærstu og elstu kirkjudeildum kristinnar trúar eru börn oftast skírð á fyrsta aldursári...
- Merki: kökur, nafngjafarterta, nafngjafartertur, Nafngjöf, Skírn, skírnarterta, skírnartertur, Tertur, Tilefni, Veisluveigar, Veitingar, Þitt eigið tilefni
Ert þú að skipuleggja steypiboð?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Barnasturta, steypiboð eða babyshower eru að mati Tertugallerísins skemmtilegar og litríkar veislur og kærkomin gleði fyrir oft ansi þreytta verðandi foreldra. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá pantanir og fyrirspurnir fyrir þessar veislur en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum og þykir vera vinsæl og skemmtileg hefð. Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn. Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran...
- Merki: Barnalán, Gæfuterta, Kökur, Ljósálfur, Skipulag, Steypiboð, Steypiboðs-terta, Tertur, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Tertugallerí er futt á Korputorg
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verið velkomin á Korputorg, nýjan afhendingarstað Tertugallerísins. Tertugallerí er flutt í nýtt og rúmgott húsnæði á Korputorg en þar verður nóg um bílstæði og allt aðgengi betra. Við hlökkum til að að taka á móti gömlum og nýju viðskiptavinum á nýjum afhendingarstað! Verið velkomin!Pantanir sem eru til afgreiðslu eftir 31. maí munu vera afhentar í nýrri afgreiðslu Tertugallerís á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, Reykjavík.
- Merki: 1. júní, Afhending, aðgengi, bílastæði, Brúðkaupsveisla, Erfidrykkja, Fermingarveisla, Kökur, Korputorg, Makkarónur, Marengsterta, mini möndlukökur, Möffins, skírnarveisla, Súkkulaðitertur, Tertur
Allt fyrir Eurovision veisluna laugardaginn 22. maí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú styttist óðum í aðal keppnina í Eurovision. Við bíðum spennt fyrir laugardagskvöldinu. Óhætt er að segja að Eurovision sé fastur liður í íslenskri menningu og erum við hjá Tertugalleríinu með fjöldan allan af veitingum tilvöldum í Eurovision veisluna. Áfram Ísland. Heillaðu gestina með litríkum og ljúffengum snittum og gómsætri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Tapas snitturnar okkar slá einfaldlega alltaf í gegn og eru þær tilvaldar í Eurovision veisluna. Við bjóðum upp á fimm mismunandi tegundir af tapas snittum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkost. Við bjóðum einnig upp á dásamlegar kokteilsnittur. Um er að ræða sjö gerðir af...