Fréttir — Stúdentaveisla
Þú færð ljúffengar veisluveigar fyrir útskriftarveisluna hjá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og ljúffengum veisluveigum til að fullkomna veisluna þína. Við mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja á þær texta að eigin vali. Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum. Form og stærðir marsípanstertanna eru fjölbreyttar...