Fréttir — hrísmarengsbomba
Þægilegri Þakkargjörðarveisla með Tertugallerí
Útgefið af Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir þann
Þakkargjörðarhátíðin nálgast óðfluga og verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi, en hún er alltaf fjórða fimmudaginn í nóvember. Þakkargjörðin, eða Thanksgiving, er upprunin í Bandaríkjunum og er haldin þar, í Kanada, á nokkrum Karíbahafseyjum og í Líberíu. Upphaflega var hún hugusuð sem tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins og oft heimsækir fólk sína nánustu og borðar sérstakan þakkargjörðarmat sem er yfirleitt borinn fram á stóru borði eða í formi hlaðborðs. Hefðin hefur þó breitt úr sér og það hefur færst verulega í aukana að hún sé haldin hátíðleg á Íslandi. Önnur hefð sem hefur fest sig í sessi hérlendis...
- Merki: hlaðborð, hrísmarengsbomba, Htrísmarengsbomba, Lúxus bitar, marengsbomba, marengsterta, Marengstertur, Smá stykki, Þakkargjörð, Þakkargjörðarhátíð
Bjóddu upp á marengsbombu á áramótunum!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Áramótin eru einstakur tími þar sem fortíð og framtíð mætast í einu augnabliki. Þetta eru stundir þar sem við horfum um öxl, hugleiðum árið sem er að líða og fögnum komandi ári með nýjum vonum og tækifærum. Áramótin gefa okkur tækifæri til að staldra við og endurmeta líf okkar. Við spyrjum okkur spurninga eins og: Hvað tókst mér að áorka á þessu ári? Hvernig stóð ég mig í tengslum við markmið mín? Hvað get ég gert betur á nýju ári? Þetta er tíminn þar sem við horfum á árangur okkar og mistök, lærum af reynslunni og ákveðum hvernig við viljum...
Marengsbomba er ómissandi á áramótunum!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Eins og flestir vita eru oft girnilegar sælkerakræsingar á boðstólum á áramótunum og við hjá Tertugalleríinu vitum hvað sælkerar vilja. Marengsterturnar okkar eru sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari. Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn! Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum...
- Merki: Áramót, Áramótaveisla, Banana- og kókosbomba, Hrísmarengsbomba, Marengsbomba, Tilefni, Veisla, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Veisluveigar fyrir sauma- eða bókaklúbbinn þinn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í mörgum sauma- eða bókaklúbbum er hefð fyrir því að gera vel við sig þegar verið er að hittast. Við hjá Tertugalleríinu eigum mikið úrval af veisluveigum sem hentar öllum tilefnum. Sumir af saumaklúbbunum hafa verið starfræktir síðan meðlimir þeirra sátu á menntaskólabekk og því ljóst að ýmislegt hefur drifið á daga þeirra sem eru í þeim saumaklúbbum. Bókaklúbbarnir eru nýrri af nálinni en eru sífellt að njóta meiri vinsælda. Meðlimir lesa bók hver í sínu horni og hittast svo til að ræða um efni bókarinnar, söguþráð og hvað hún skilur eftir sig. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og...
- Merki: Banana- og kókosbomba, Bókaklubbur, Hrísmarengsbomba, Marengsbomba, Marengsterta, Saumaklúbbur, Tilefni, Veisluveigar, Veisluveitingar, Þitt eigið tilefni
Valentínusardagurinn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Komdu á óvart á Valentínusardaginn með ómótstæðilegri marengstertu Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Það hefur lengi verið hefð á þessum degi að senda þeim sem við elskum eða þykjum sérstaklega vænt um gjafir á borð við blóm, kökur og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa bandarískir...
- Merki: 14. febrúar, Ástin, Ástvinir, Banana- og kókosbomba, Gleðja, Hrísmarengsbomba, Makkarónur, Marengsbomba, Merengsterta, Súkkulaðimakkaróna, Tilefni, Valentínusardagur, Valentínusardagurinn, Þitt eigið tilefni