Fréttir — samverustundir

Staldraðu við á aðventunni og njóttu samverunnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðventan er tími sem fyllir hjörtu okkar eftirvæntingu þar sem hátíðlegir siðir minna á að jólin eru á næsta leiti. Þessi árstími getur þó líka verið uppfullur af annríki eins og  gjafainnkaupum, undirbúningi og annasömum stundum sem geta yfirskyggt hinn sanna jólaanda. Það er á þessum árstíma sem við ættum að staldra við og gefa okkur tíma til að njóta samverunnar með vinum og vandamönnum. Samverustundir á aðventunni skapa dýrmætar minningar sem gera hátíðina hlýlega og persónulega. Hvort sem það er með heitu kakói, jólaboðum eða einfaldri gönguferð í vetrarkyrrðinni þá hafa þessar stundir þann töfrandi eiginleika að dýpka tengslin...

Lestu meira →

Pantaðu súkkulaðitertu fyrir góðar stundir með fjölskyldunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þegar styttist óðum í það að jólahátíðin gangi í garð er gott að staldra aðeins við og einblína á innihaldsríkar skemmtanir, tómstundir eða samræður sem vonandi fanga huga fjölskyldunnar. Markmiðið gæti verið að allir leggist á eitt við að sýna traust, öryggi og að kenna náungakærleik. Til að gera samveru fjölskyldunnar að ógleymanlegri stund er gott að bjóða uppá eitthvað gómsætt og fallegt fyrir alla meðlimi. Skoðaðið úrvalið að smástykkjunum okkar eða jafnvel súkkulaðitertunum okkar því hægt er að láta prenta mynd og setja þinn eigin texta á tertuna. Tilvalið er að panta gómsæta súkkulaðitertu með fallegum skilaboðum um góða samverustund

Lestu meira →