Fréttir — Bollakaka með íslenska fánanum

Fagnaðu fullveldisdeginum með súkkulaðitertu og bollaköku með mynd af íslenska fánanum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

1.desember er fullveldisdagur Íslands og er einn mikilvægasti hátíðisdagur íslenskrar þjóðar. Fullveldisdagurinn markar tímamót í sjálfstæðisbaráttu landsins og viðurkenningu á fullveldi Íslands. Á þessum degi árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki eftir áratuga baráttu fyrir sjálfsstjórn og fullu sjálfstæði frá Danmörku. Þó Ísland hafi haldið áfram að vera í konungssambandi við Danmörku, þar sem danski konungurinn var enn konungur Íslands, gaf fullveldið Íslendingum aukin völd yfir eigin málum og lagði grunninn að fullkomnu sjálfstæði landsins árið 1944. Fullveldisdagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og minnir á mikilvægi fullveldis, sjálfsákvörðunarréttar og sjálfstæðis. Hátíðir á þessum degi fela gjarnan í sér athafnir...

Lestu meira →

Fagnaðu þjóðhátíðardeginum með veisluveigum frá okkur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Núna styttist í sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní og hafa mikil hátíðarhöld fylgt þessum degi. Hjá mörgum er venjan sú að vinir og vandamenn koma saman í þjóðhátíðarkaffi, fara í skrúðgöngu eða heimsækja fjölbreytta og skemmtilega hátíðardagskrá víðs vegar um landið. Þess vegna könnumst við flest öll við þjóðhátíðarkaffiboð og viljum við hjá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina með gott úrval af ljúffengum og bragðgóðum veisluveigum. Það sem er tilvalið fyrir þjóðhátíðarkaffið og slær yfirleitt alltaf í gegn, hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni, er okkar ljúffenga súkkulaðiterta og flauelsmjúku bollakökur með íslenska fánanum. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af...

Lestu meira →