Fréttir — smástykki
Er lautarferð framundan?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er komið og sólin skín skært og þá er tilvalið að pakka niður teppi, ljúffengum veisluveigum fyrir notalega lautarferð í náttúrunni. Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem það er fjölskylduferð í almenningsgarðinum, rómantísk stund við sjóinn eða afslappandi samvera með vinum og vandamönnum, þá hefur lautarferð alltaf mikinn sjarma. Lautarferð er góð leið til að njóta náttúrunnar á fallegum stað til þess að setjast niður og borða góðar veitingar. og það er mikilvægt að muna eftir því að taka með útileikföng eins og frisbídiska, bolta eða badmintonsett til að skapa...
- Merki: Lautarfreð, Pantaðu tímanlega, smástykki
Ekki gleyma mæðradeginum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mæðradagurinn er skemmtilegur dagur tileinkaður þeim konum sem hafa gefið af sér ást, umhyggju og stuðning alla ævi. Þessi dagur er dýrmæt áminning um hversu mikilvægar mæður eru í lífi okkar, hvort sem þær eru líffræðilegar mæður, ömmur, fósturmæður eða konur sem hafa haft móðurleg áhrif á líf annarra. Þessi dagur er frábært tilefni til að gleðja mæður með fallegri kveðju, blómum eða óvæntu kaffiboði. Mikilvægast er að gefa sér tíma til að sýna þakklæti og hlýju. Hjá Tertugalleríinu finnur þú ljúffeng og dísætt góðgæti til að bjóða upp á í mæðradagskaffinu. Marengstertur eru eftirlæti margra mæðra sem elska stökka...
- Merki: Makkarónukökur, marengsterta, smástykki
Veisluveigar fyrir útskriftarveisluna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er komið og sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar fyrir fjölmarga nemendur og fjölskyldur þeirra. Á næstu vikum munu grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar og aðrar menntastofnanir halda glæsilegar athafnir þar sem áfangar síðustu ára verða fagnaðir. Útskriftarveisla eru mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins útskriftarnema og tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, rifja upp ferðalagið sem hefur verið lagt að baki og fagna framtíðinni sem fram undan er. Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er...
- Merki: Lúxus bitar, Marsípanterta, Pantaðu tímanlega, smástykki, Sætir bitar, Útskrift, Útskriftarveisla
Lúxus bitar og Sætir bitar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt sem gleður augun og bragðlaukana jafn mikið og fallegt og vel samsett veisluborð. Við hjá Tertugalleríinu leggjum metnað okkar í að skapa veisluveigar sem vekja hrifningu þeirra sem njóta, þess vegna kynnir Tertugalleríið nýjungar sem gera hvert tilefni sem þú fagnar einstakt og nú kynnum við með stolti Lúxus bita og Sæta bita. Lúxus bitar og Sætir bitar Lúxus- og Sætir bitar eru fullkomin samblanda af veisluveigum sem samanstanda af fagurfræði og einstökum bragðgæðum. Þessir bitar eru ekki aðeins gullfallegir á veisluborðið, heldur gleðja þeir bragðlaukana þeirra sem njóta bitana. Bitarnir eru tilvaldir fyrir hvers kyns...
- Merki: Lúxus bitar, smástykki, Sætir bitar
Gefðu sæta fyrirtækjagjöf fyrir jólin
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú þegar jólin nálgast eru mörg fyrirtæki að skipuleggja jólaglaðning fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Jólagjöf eða jólaglaðningur er bæði falleg fyrirtækjahefð og áhrifarík leið til að efla samskipti, hvetja starfsfólk og sýna þakklæti fyrir liðið ár. Með hugmyndaríkum og vel völdum gjöfum geta fyrirtæki sent hlýjan og eftirminnilegan boðskap um kærleika og samhug á jólum. Jólaglaðningur getur verið mikilvæg leið fyrir fyrirtæki til að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu og hvetja til áframhaldandi árangurs. Slíkar gjafir styrkja samband fyrirtækja við sitt starfsfólk og stuðlar að jákvæðri starfsánægju, hvort sem um er að ræða gjafakörfur eða persónulegar gjafir....
- Merki: Fyrirtækjagjöf, Jól, Jólaglaðningur, Kransabitar, Makkarónukökur, Smástykki