Fréttir — Aðventan
Tertugallerí liðsinnir þér í desember
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fyrsti í aðventu var sunnudaginn 1. desember og er óhætt að segja að jólagleðin sé hafin hjá mörgum. Víða má sjá jólaljós á heimilum fólks skína skært í vetrarmyrkrinu og eru landsmenn duglegir við að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðilegum og litríkum jólaljósum. Ilmurinn af smákökubakstri fyllir heimilin og hátíðleiki jólatónlistar vekur tilhlökkun í hjörtum þeirra sem á hlusta. Þetta er einnig sá tíminn þegar samstarfsfélagar, vinir og vandamenn koma saman til að njóta samverunnar og gleðjast í aðdraganda jóla. Aðventan er tími veisluhalda þegar margir gera sér dagamun og útbúa...
- Merki: Aðventan, Jól, Jólaboð, Jólahlaðborð, Pantaðu tímanlega, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Staldraðu við á aðventunni og njóttu samverunnar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Aðventan er tími sem fyllir hjörtu okkar eftirvæntingu þar sem hátíðlegir siðir minna á að jólin eru á næsta leiti. Þessi árstími getur þó líka verið uppfullur af annríki eins og gjafainnkaupum, undirbúningi og annasömum stundum sem geta yfirskyggt hinn sanna jólaanda. Það er á þessum árstíma sem við ættum að staldra við og gefa okkur tíma til að njóta samverunnar með vinum og vandamönnum. Samverustundir á aðventunni skapa dýrmætar minningar sem gera hátíðina hlýlega og persónulega. Hvort sem það er með heitu kakói, jólaboðum eða einfaldri gönguferð í vetrarkyrrðinni þá hafa þessar stundir þann töfrandi eiginleika að dýpka tengslin...
- Merki: Aðventan, Aðventukaffi, Samvera, Samverustundir, Tilefni, Þitt eigiðtilefni
Hjá Tertugalleríinu færðu fallegar veisluveigar fyrir hlaðborðið þitt um jólin
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þegar nær dregur jólum gera margir sér dagamun og útbúa dýrindis hlaðborð til að skapa notalega stund með samstarfsfélögum eða vinum og vandamönnum. Þess heldur er tilvalið að bjóða upp á hlaðborð fyrir hvers kyns veislur og boð. Það er alltaf gott að skipuleggja sig til að geta fengið að njóta í ró og næði í aðdraganda jólanna. Leyfðu okkur í Tertugalleríinu að létta undir með þér. Við hjá Tertugalleríinu gerum þér einfalt að panta veisluveigar hratt og vel, þannig getur þú notið tímans betur með þínu fólki í stað þess að festast í eldhúsinu. Tertugalleríið hefur í mörg ár...
- Merki: Aðventan, Hlaðborð, Jól, Jólahlaðborð, Jólin, Tilefni, Veisluhöld, Þitt eigið tilefni
Pantaðu brauðtertu fyrir þriðja í aðventu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Aðventan hófst sunnudaginn 3. desember og stendur í fjórar vikur. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Áður fyrr var þessi árstími kallaðar jólafasta og er það reyndar enn, en nafnið helgast af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Á þessum tíma eru flestir að undirbúa sig fyrir jólahátíðina sjálfa og komu frelsarans. Einkennislitur aðventunnar samkvæmt Þjóðkirkjunni er fjólublár en jólahátíðin sjálf ber síðan hvítan eða gylltan lit. Aðventukransinn Aðventukransinn er algeng sjón á mörgum heimilum og hafa þeir verið til allt frá miðöldum....
- Merki: Aðventan, Brauðterta, Jólin, Rúllutertubrauð, Tertugallerí, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Aðventan þín!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Margir eru farnir að taka forskot á jólagleðina með því að föndra saman jólaskraut, hengja upp jólaljósin og njóta samverunnar. Sumir eru búnir að setja upp jólatréð og hafa nú þegar stigið léttan dans í kringum jólatréð. Við hjá Tertugalleríinu erum í jólaskapi og hlökkum til aðventunnar sem er handan við hornið. Landsmenn eru duglegir að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðileg og litrík jólaljós. Jólagleðin er farin að gera vart við sig út um allan bæ og til að njóta er stórfínt að fara með fjölskylduna í bíltúr eða fara í...
- Merki: Aðventan, Aðventukaffi, Jól, Jólagleði, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni