Fréttir — Ferskt bakað
Veisluveigar fyrir útskriftarveislu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við. Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum og þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl...