Fréttir — Lautarferð
Pantaðu ljúffeng smástykki fyrir lautarferðina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er tími lautarferðarinnar. Þegar vinir og vandamenn koma saman og njóta samvistar í fallegri íslenskri náttúru. Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem þú ert í útilegu, sumarbústaðnum eða í fjallgöngunni er gaman að finna góðan og fallegan stað til að setjast niður og borða góðar veitingar. Við hjá Tertugalleríinu vitum líka að þetta þarf ekki að vera flókið, sérstaklega á sumrin þegar viðrar vel og fæstir vilja þá ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu. Ef þig langar að slá í gegn og koma með ljúffengar og sætar veitingar í lautarferðina,...