Fréttir — bleika tertan

Bleikur október

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Október er bleikur mánuður og þá fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Átakið hefur verið haldið í meira en tíu ár og hefur bleiki liturinn ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það. Föstudaginn 20. október nær átakið hámarki en þá er Bleiki dagurinn. Þann dag biður Krabbameinsfélagið alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku. Gullsmiðirnir og hönnuðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir eiga heiðurinn af Bleiku slaufunni 2023. Hönnun hennar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Steinarnir í...

Lestu meira →

Finndu þinn fullkomna hamingjubita hjá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við leitum öll að hamingjunni með einum eða öðrum hætti. Stundum þarf bara að staldra við og líta á umhverfið sitt með öðrum augum. Finndu hamingju í því sem þú ert að gera dags daglega, í vinnunni, á virkum degi heima eða í fögnuði með vinum og fjölskyldu. Skipulegðu gott kvöld í vikunni og pantaðu ljúffeng smástykki eða tertu frá Tertugallerí. Finndu þinn fullkomna hamingjubita hjá Tertugallerí!

Lestu meira →