Fréttir — Erfidrykkja

Erfidrykkjur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fallegur siður að minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið kvaddur. Í huga margra er erfidrykkjan mikilvægur hluti af kveðjuathöfninni því þar kemur fólk saman til að minnast hins látna og votta hvert öðru samúð. Þau sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin og  þekkja jafnframt líka umstangið sem getur fylgt því að fylgja þeim síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju og það getur verið erfitt að velja veitingar í erfidrykkjuna....

Lestu meira →

Ævintýralega góðar makkarónukökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ævintýralega góðar makkarónur fyrir öll tækifæri og gleðistundir Fáir vita að uppruna makkarónukökunnar má rekja aftur til 8. aldar og að upprunaland hennar er Ítalía. Það var einka-konditor drottningarnarinnar Catherine de Medici, sem kom þeim fyrir sjónir Frakka á endurreisnartímanum, á ferðalagi drottningarinnar. Í dag eru makkarónurnar eitt af þjóðartáknum Frakklands og eru vinsælar um allan heim, þar er Ísland engin undantekning. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.  Við...

Lestu meira →

Tertugallerí er futt á Korputorg

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 Verið velkomin á Korputorg, nýjan afhendingarstað Tertugallerísins. Tertugallerí er flutt í nýtt og rúmgott húsnæði á Korputorg en þar verður nóg um bílstæði og allt aðgengi betra. Við hlökkum til að að taka á móti gömlum og nýju viðskiptavinum á nýjum afhendingarstað! Verið velkomin!Pantanir sem eru til afgreiðslu eftir 31. maí munu vera afhentar í nýrri afgreiðslu Tertugallerís á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, Reykjavík.

Lestu meira →

Gómsæta súkkulaðitertan er algjört lostæti!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Gómsæt og klassísk súkkulaðiterta gleður jafnt unga sem aldna. Það er ekki hægt að hætta eftir einn ljúffengan bita, sérstaklega ekki með ískaldri mjólk enda notar Tertugallerí aðeins úrvals súkkulaði. Fátt betra í góðum félagsskap heima! Það er auðvelt að panta og auðvelt að bjóða uppá. Við setjum súkkulaðiterturna á fallegan gylltan pappa fyrir þig sem auðveldar þér að bera fram og er einstaklega fallegt á borði. Til að gera súkkukaðitertuna aðeins persónulegri getur þú látið prenta mynd og setja þinn eigin texta á terturna. Endalausir möguleikar. Skoðaðu úrvalið og veldu þína tertu.

Lestu meira →

Súkkulaðitertur eru himneskar og ómögulegt að standast þær

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það mótmælir engin því að súkkulaðitertur eru himneskar og svo góðar að ómögulegt er að standast þær. Við erum afar ánægð að geta boðið upp á fjölbreytt úrval af súkkulaðitertum.  Súkkulaðitertur eru sígildar tertur sem henta öllum tilefnum og eftirlæti margra sælkera. Þær eru bragðgóðar og gómsætar og koma í ýmsum stærðum, allt upp í 60 manna og jafnvel hægt að sérpanta enn stærri. Skreytingarnar eru fjölbreyttar og við hæfi þeirra tertugerðar sem pöntuð er. Það er einnig hægt að prenta myndir á marsípan sem sett er á terturnar og líka er hægt að setja þinn eigin texta og þar með færðu persónulega og gómsæta súkkulaðitertu...

Lestu meira →