Fréttir — Veisluveigar

Fagnaðu tilefni þínu með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Okkur hjá Tertugalleríinu þykir gaman að sjá hvað viðskiptavinir okkar eru duglegir við að fagna og gleðjast sama hvaða tilefnið er. Tilefnin geta verið margvísleg hvort sem um að ræða stórafmæli, fermingu, áfangasigur eða ástinni og þá er Tertugalleríið alltaf með frábært úrval af veisluveigum. Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft...

Lestu meira →

Veisluveigar frá Tertugallerí eru augnkonfekt á veisluborðinu þínu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fallegar kökuveitingar á veisluborði eru sannkallað augnkonfekt sem gleður bæði augað og bragðlaukana. Þegar kemur að því að stilla upp tertum og kökum ásamt smástykkjum á veisluborðinu er margt sem skiptir máli til að skapa ógleymanlega upplifun fyrir gestina þína. Vel valdar veisluveigar geta orðið miðpunktur veislunnar og bæta við hátíðleika og gleði fyrir bæði þig og þína gesti. Ímyndaðu þér fallega skreytta marengstertu með ferskum ávöxtum eða litríkar makkarónur sem raðað er á spegil sem endurspeglar ljósið í herberginu. Þessar veisluveigar eru ekki aðeins dásamlega bragðgóðar heldur líka einstaklega fagurfræðilegar og gera veisluborðið þitt eftirminnilegt. Smáatriðin skipta miklu máli...

Lestu meira →

Fagnaðu sjómannadeginum með tertum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Í Reykjavík og á Ísafirði var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og breiddust hátíðahöldin fljótt um sjávarbyggðir landsins, en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða Í dag er sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin  góðu hljóma víða í bland við góða skemmtun og þéttskipaða dagskrá. Fagnaðu sjómannadeginum með ómótstæðilegum marengstertum Eins og flestir vita eru oft...

Lestu meira →

Fagnaðu áfangasigri með tertu frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er alltaf ánægjulegt þegar árangri að settu markmiði er náð og þá er upplagt að nota tækifærið til að fagna honum með bros á vör. Oft liggur mikil vinna að baki slíkum sigrum og okkur hjá Tertugalleríinu finnst tilvalið að fagna þeim með súkkulaðitertu merktri fyrirtækinu eða félaginu þínu. Komdu á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með merki þíns fyrirtækis eða félags eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm)....

Lestu meira →

Hvernig fermingarveislu vill fermingarbarnið halda?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fermingin er merkur áfangi í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar allrar. Vegurinn liggur frá barnæskunni til fullorðinsáranna og allt er mögulegt. Við hjá Tertugalleríinu segjum alltaf að það er mikilvægt að leyfa fermingarbarninu tilvonandi að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingardagurinn er ein af stóru stundunum í lífi hvers barns og hefur að geyma dýrmætar minningar. Til eru margar útfærslur af fallegum fermingarveislum og þarf að líta til þess hvað höfðar til hvers og eins. Þá erum við ekki einungis að tala um magnið fyrir hvern rétt sem er pantaður og borinn fram,...

Lestu meira →