Fréttir — veitingar

Er skírn eða nafngjöf framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn og er oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Athöfnin fer yfirleitt fram í kirkju, sal eða heimahúsi og hefur ýmis konar merkingu í samfélaginu. Fyrir mörgum er þetta mikilvæg stund og ákveðin tímamót þar sem lítið barn er í fyrsta skipti kynnt með nafni fyrir fólkinu sínu. Trúarleg skírn Í stærstu og elstu kirkjudeildum kristinnar trúar eru börn oftast skírð á fyrsta aldursári...

Lestu meira →

Við aðstoðum við undirbúning fyrir stóra daginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu vitum að verðandi brúðhjón vilja ævinlega þiggja aðstoð við skipulag stóra dagsins, sérstaklega hvað veisluhaldið varðar. Út frá því birtum við færslu þar sem við skrifuðum um skipulagið í aðdraganda stóra dagsins í lífi tilvonandi brúðhjóna og fjölluðum sérstaklega um brúðartertuna sjálfa. Í þessari færslu viljum við leggja áherslu á þær veisluveigar sem eru tilvaldir með fordrykknum eða með brúðartertunni sjálfri. Tilvalið með fordrykknum eða brúðartertunni sjálfri Kransakökurnar okkar eru alltaf sígildar samhliða brúðartertunni eða með fordrykknum í veislunni og við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni. Við erum með ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja...

Lestu meira →

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur á veisluborðið þitt þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því þunga áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana. Þetta á líka við um brauðterturnar og aðrar brauðvörur frá Tertugalleríinu, því staðreyndin er sú að ferskt brauð í brauðtertum...

Lestu meira →

Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag. Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og...

Lestu meira →

Fermingarnar eru handan við hornið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar janúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að fermingunni, sem getur valdið auka álagi. Að okkar mati er mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það er alltaf gott að...

Lestu meira →