Fréttir — Bleikar bollakökur
Tertugalleríið og viðskiptavinir þess styrkja árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Október var bleikur mánuður hjá Tertugalleríinu. Tertugalleríið safnaði 479.440 krónum til handa Bleiku slaufunni, sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Fyrirkomulag söfnunarinnar var á þann veg að í október bauð Tertugalleríið viðskiptavinum sínum að panta bleikar tertur, bleikar bollakökur og bleikar Mini möndlukökur og rann 15 prósent andvirði til Bleiku slaufunnar. Við hjá Tertugalleríinu erum gífurlega ánægð með söfnunina og fyrir viðtökurnar frá viðskiptavinum okkar. Við söfnuðum þetta í sameiningu til mikilvægs málefnis. Fjárhagslegur stuðningur skipulagsheilda og einstaklinga við árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands er mikilvægt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða...