Fréttir — tertugallerí

Frídagur verslunarmanna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

  Í ár eru 129 ár síðan frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1894. Frídagur verslunarmanna er haldinn fyrsta mánudag í ágúst ár hvert og ber því ekki alltaf upp á sama degi mánaðarins. Upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd. Við hjá Tertugalleríinu sendum verslunarfólki og öðrum landsmönnum kveðju á þessum frídegi verslunarmanna, megi hann nýtast vel til góðra verka!

Lestu meira →

Sælkerasalötin okkar einfalda þér fyrirhöfnina í eldhúsinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við þekkjum flest til mismunandi tegunda af sælkerasalötum og mörgum þykir fátt betra en samloka með góðu sælkerasalati og mætti segja að það væri algjör klassík. Hvort sem fólk kýs að hafa sælkerasalatið í samloku með t.d. nýju Heimilisbrauði þá er sælkerasalat alltaf líka gott með rúnstykki, alls konar kexi, hrökkbrauði eða hreinlega með fersku niðurskornu grænmeti til að dýfa í. Sælkerasalötin okkar eru líka tilvalin fyrir brauðtertuna og rúllutertubrauðið og auðveldar þér fyrirhöfnina og sparar þér mikinn tíma í eldhúsinu. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt...

Lestu meira →

Silkimjúkar Mini Nutellakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að okkar mati er alltaf tilefni til að fagna og gera sér dagamun og fá tækifæri í leiðinni til að gleðja þá sem eru í kringum okkur. Það gæti því verið ráðlagt að panta Mini Nutellakökur og bjóða í léttar veitingar til að fagna hversdagsleikanum. Mini Nutellakökurnar okkar eru klassískar og gómsætar og koma 20 stykki saman í kassa. Litlu kleinuhringirnir okkar passa reyndar fullkomlega með Mini Nutellakökunum og eru með karamellu glassúr og súkkulaðiperlum eða lakkrís eða brúnum glassúr með súkkulaðiperlum eða lakkrís og koma 30 saman í kassa. Pantaðu tímanlega Við mælum eindregið með því að þið pantið...

Lestu meira →

Hvernig veislu vill fermingarbarnið bjóða til?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu höldum áfram að skrifa greinar um fermingar og þeim undirbúningi sem fylgir. Í okkar fyrstu grein fjölluðum við um aðdragandann að fermingunni og kosti þess að viðhafa gott skipulag í undirbúningum, þannig að fermingarbarnið og fjölskyldan fengu að njóta saman í ró og næði þegar nær dregur að fermingardeginum. Í seinni grein héldum við áfram að leiðbeina fermingarbarninu og fjölskyldunni og fjölluðum við ítarlega um hversu mikið magn á að panta fyrir fermingarveisluna ef ætlunin er að hafa kaffihlaðborð, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Að þessu sinni tökum við...

Lestu meira →

Ekki fara í kleinu - eigðu kleinur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við könnumst sum við orðatiltækið að fara í kleinu sem oft er notað þegar einhver vandræðaleg uppákoma verður, t.d. eins og ef maður á ekkert með kaffinu þegar góða gesti ber að garði.

Lestu meira →