Fréttir — Sjómannadagurinn
Fagnaðu sjómannadeginum með tertum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Í Reykjavík og á Ísafirði var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og breiddust hátíðahöldin fljótt um sjávarbyggðir landsins, en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða Í dag er sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin góðu hljóma víða í bland við góða skemmtun og þéttskipaða dagskrá. Fagnaðu sjómannadeginum með ómótstæðilegum marengstertum Eins og flestir vita eru oft...