Fréttir — Nafnaveisla
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að vera gefið nafn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn. Oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Barni má gefa nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi, með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting, eða með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags. Hvað á barnið að heita? Það getur verið flókið að velja nafn á lítið kríli sem...