Fréttir — Bleikar veisluveigar

Tertugalleríið og viðskiptavinir þess styrkja árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

­Október var bleikur mánuður hjá Tertugalleríinu. Tertugalleríið safnaði 479.440 krónum til handa Bleiku slaufunni, sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Fyrirkomulag söfnunarinnar var á þann veg að í október bauð Tertugalleríið viðskiptavinum sínum að panta bleikar tertur, bleikar bollakökur og bleikar Mini möndlukökur og rann 15 prósent andvirði til Bleiku slaufunnar. Við hjá Tertugalleríinu erum gífurlega ánægð með söfnunina og fyrir viðtökurnar frá viðskiptavinum okkar. Við söfnuðum þetta í sameiningu til mikilvægs málefnis. Fjárhagslegur stuðningur skipulagsheilda og einstaklinga við árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands er mikilvægt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða...

Lestu meira →

Bleikur október

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Október er bleikur mánuður og þá fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Átakið hefur verið haldið í meira en tíu ár og hefur bleiki liturinn ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það. Föstudaginn 20. október nær átakið hámarki en þá er Bleiki dagurinn. Þann dag biður Krabbameinsfélagið alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku. Gullsmiðirnir og hönnuðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir eiga heiðurinn af Bleiku slaufunni 2023. Hönnun hennar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Steinarnir í...

Lestu meira →