Fréttir — Dagur íslenskrar tungu

Fagnaðu degi íslenskrar tungu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er þann 16. nóvember til að heiðra og fagna íslensku tungumáli og arfleifð þess. Dagsetningin er valin til að minnast fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar, eins áhrifamesta skálds og náttúrufræðings Íslands á 19. öld, sem átti stóran þátt í þróun og mótun íslenskrar tungu með sínum ritverkum. Á degi íslenskrar tungu eru haldnir fjölmargir viðburðir víða um land, þar á meðal upplestrar, fyrirlestrar og skemmtanir sem tengjast tungumálinu. Á þessum degi eru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til varðveislu og þróunar íslenskrar tungu. Þessi viðurkenning er mikilvæg hvatning fyrir þá sem hafa lagt...

Lestu meira →

Fagnaðu degi íslenskrar tungu með súkkulaðitertu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða, auk þess er dagurinn einn fánadaga Íslands. Dagur íslenskrar tungu á rætur sínar að rekja til haustsins árið 1995. Þá lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hver var Jónas Hallgrímsson?...

Lestu meira →

Við munum hann Jónas

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp 16. nóvember næstkomandi. Á þessum degi er haldið í heiðri minningu fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi er við hæfi að bjóða upp á bókartertu frá Tertugalleríinu eða annað þjóðlegt meðlæti á borð við upprúllaðar pönnukökur og kleinur.

Lestu meira →