Fáðu þér tertu á 100 ára Fullveldisafmæli Íslands

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú styttist óðum í Fullveldisdaginn sem er 1. desember næstkomandi. Þann dag árið 1918 tóku Sambandslögin gildi á milli Íslands og Danmerkur. Þó að Fullveldisdagurinn sé sjaldan haldin hátíðlegur erum við hjá Tertugalleríinu með tilvaldar veitingar fyrir þetta flotta hundrað ára afmæli Fullveldisins.

Það er fátt íslenskara en íslenski fáninn og bjóðum við því uppá gómsætar súkkulaðitertur með íslenska fánanum ásamt guðdómlegum bollakökum með karamellubragði og íslenska fánanum. Hér er hægt að skoða allt vöruúrvalið okkar fyrir Fullveldisdaginn en við mælum sérstaklega með brauðtertunum okkar. Um er að ræða 6 mismunandi tegundir af brauðtertum hver annari ljúffengari. Hægt er velja um tvær stærðir á brauðtertum. Skoðaðu úrvalið af öllum okkar brauðtertum hér!

Gerðu þér glaðan dag á hundrað ára afmæli Fullveldisins með gómsætum veitingum frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →