Nýttu þér fermingatilboð Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fermingin er merkur áfangi í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar allrar og með allt það sem þarf að gera fyrir fermingarveisluna er óþarfi að gera tilraunir með baksturinn. Tertugalleríið mun auðvelda þér og fermingarbarninu valið á veitingum og því höfum við tekið saman margar af vinsælustu tertunum og öðru gómsætu bakkelsi hjá fermingarbörnum þessa lands á einn stað. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina strax í dag og kauptu veitingar á tilboði fyrir veisluna.
Kíktu á úrvalið á einum stað, en mundu að það er fleira í boði.

Fermingatilboðið gildir út febrúar en leggja þarf inn pöntun fyrir 29. febrúar til að nýta sér afsláttinn. Hægt er að panta lengra fram í tímann. Smelltu hér og skoðaðu nánar um gildistíma og sjáðu allar vörur á tilboði.

Við mælum með að skoða tékklistann fyrir ferminguna hjá Bjargey & Co.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst.

Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á álagstímum. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur að eftirspurn verði ekki annað. Pantið tertu í tíma og verið örugg um að geta boðið upp á glæsilega tertu í fermingarveisluna.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →