Fréttir — brauðterta

Fagnaðu fullveldisdeginum með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

1. desember er merkilegur dagur fyrir það leyti að hann er fullveldisdagur Íslendinga. Það var þann 18. júlí 1918 sem samningi var lokið við stjórnvöld í Danmörku um fullveldi Íslands. Um haustið fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn og var hann samþykktur af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Íslendingar gátu því lýst yfir fullveldi sínu sunnudaginn 1. desember 1918 og varð Ísland lýst frjálst og fullvalda ríki. Íslendingar gerðu daginn ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað en ýmislegt gerði fólk sér til dagamunar. Íslenski fáninn var víða dreginn að húni og gert var kennsluhlé í skólum. Fálkaorðan, afreksmerki hins íslenska lýðveldis, var stofnuð...

Lestu meira →

Erfidrykkjur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fallegur siður að minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið kvaddur. Í huga margra er erfidrykkjan mikilvægur hluti af kveðjuathöfninni því þar kemur fólk saman til að minnast hins látna og votta hvert öðru samúð. Þau sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin og  þekkja jafnframt líka umstangið sem getur fylgt því að fylgja þeim síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju og það getur verið erfitt að velja veitingar í erfidrykkjuna....

Lestu meira →

Sælkerasalötin okkar einfalda þér fyrirhöfnina í eldhúsinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við þekkjum flest til mismunandi tegunda af sælkerasalötum og mörgum þykir fátt betra en samloka með góðu sælkerasalati og mætti segja að það væri algjör klassík. Hvort sem fólk kýs að hafa sælkerasalatið í samloku með t.d. nýju Heimilisbrauði þá er sælkerasalat alltaf líka gott með rúnstykki, alls konar kexi, hrökkbrauði eða hreinlega með fersku niðurskornu grænmeti til að dýfa í. Sælkerasalötin okkar eru líka tilvalin fyrir brauðtertuna og rúllutertubrauðið og auðveldar þér fyrirhöfnina og sparar þér mikinn tíma í eldhúsinu. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt...

Lestu meira →

Veisluveigar fyrir útskriftarveislu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við. Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum og þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl...

Lestu meira →

Brauðtertur í fermingarveisluna ykkar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu. Hversu mikið magn á að panta? Þegar kemur að því að reikna út hversu mikið magn þið þurfið að panta af veitingum er tekið tillit til þess hvernig veislu er...

Lestu meira →