Fréttir — Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið er með þér í liði um verslunarmannahelgina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 2.-5. ágúst. Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og mæta til leiks með ljúffengar kræsingar sem slá í gegn hjá ferðafélögum þínum. Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina á ferðalaginu og eru fullkomin fyrir brauðtertuna, rúllutertubrauðið, á kexið, á samlokuna eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat. Ef þú vilt...

Lestu meira →

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að vera gefið nafn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn. Oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Barni má gefa nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi, með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting, eða með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags. Hvað á barnið að heita? Það getur verið flókið að velja nafn á lítið kríli sem...

Lestu meira →

Brúðartertur Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er tími brúðkaupa og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir brúðkaupsveisluna. Þeir sem ætla að ganga í hjónaband í sumar eru flestir komnir vel á veg með skipulagninguna, enda í mörg horn að líta og margt sem þarf að ákveða. Brúðkaup krefjast skipulagningar og hafa mörg tilvonandi hjón legið yfir gestalistum, uppskriftum, matseðlum og drögum að skreytingum í allan vetur. Tertugalleríið liðsinnir ykkur í undirbúningnum Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar brúðartertur og aðrar veitingar á hagstæðu verði fyrir brúðkaupsveisluna. Við viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því...

Lestu meira →

Fagnaðu sjómannadeginum með tertum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Í Reykjavík og á Ísafirði var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 og breiddust hátíðahöldin fljótt um sjávarbyggðir landsins, en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða Í dag er sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin  góðu hljóma víða í bland við góða skemmtun og þéttskipaða dagskrá. Fagnaðu sjómannadeginum með ómótstæðilegum marengstertum Eins og flestir vita eru oft...

Lestu meira →

Fagnaðu alþjóðlega hamingjudeginum með smástykkjum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Hamingja er grundvallarmarkmið mannsins og er alþjóðadagur hamingjunnar tilvalin dagur til að njóta hamingjunnar. Frá árinu 2013 hafa Sameinuðu þjóðirnar haldið upp á þennan jákvæða dag sem leið til að viðurkenna mikilvægi hamingju í lífi fólks á heimsvísu. Miðvikudagurinn 20. mars er alþjóðlegi dagur hamingjunnar og hvetja Sameinuðu þjóðirnar einstaklinga á hvaða aldri sem er, ásamt öllum kennslustofum, fyrirtækjum og stjórnvöldum að taka þátt í deginum. Af tilefni þessa dags viljum við hjá Tertugalleríinu hvetja alla til að fagna...

Lestu meira →