Fréttir — snittur

Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag. Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og...

Lestu meira →

Haltu upp á sigra með tertu merktri fyrirtækinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

   Haltu upp á sigra og fagnaðu áfanga með tertu merktri fyrirtækinu eða félaginu þínu. Komdu starfsfélögunum á óvart með bragðgóðri tertu með merki fyrirtækisins eða félagsins, mynd eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri. Til að gleðja fólkið þitt er góð hugmynd að bæta við gómsætar tapas snittum við pöntunina eða jafnvel fallegar kokteilsnittur. Snittur eru fullkomnar fyrir fólkið þitt enda einfalt og þæginlegt að bjóða upp á snittur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Lestu meira →

Bjóddu vinum í eitthvað suðrænt og seiðandi

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí ferðumst í huganum til fjarlægra landa þessa dagana. Við vorum í norður Frakklandi í síðustu viku og nú förum í eitthvað suðrænt seiðandi. Suðræn sveifla og seiðandi tónar í góðra vina hópi er það sem við erum að leita að í þessari ferð okkar. Byrjum á matnum. Það sem kemur okkur suður. Suðrænar og kræsilegar tapas snittur og ferskar og bragðgóðar kokteinsnittur henta vel þar sem við viljum vera. Girnilegu smurbrauðssneiðarnar okkar með hvítlauks hummus og döðlum og tómat og basil setja sannarlega punktin yfir i-ið. Settu seiðandi tóna Tropical Sounds frá Nature Sounds Nature Music á...

Lestu meira →

Tilefni til að gera sér glaðan dag og fagna hversdeginum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það eru örugglega margir sem hugsar með sér hvernig boðskortin eiga líta út og hvaða orð á að nota fyrir mannfögnuðinn sem á að skipuleggja. Áttu að nota eitthvað af þessum orðum? veisla, teiti, samkvæmi, hóf, samkoma, fagnaður, hátíð, gleðskapur eða partí, jafnvel ball. Það skiptir máli hvaða orð verður fyrir valinu fyrir þitt tilefni. Til að skapa stemmningu þarftu að leggja höfðuðið í bleyti og velja eitt þeirra eða fleiri en öll þessi orð þýða þó það sama, mannfögnuður. Mannfögnuður er sem sagt hópur fólks sem kemur saman til að skemmta sér á afmörkuðu svæði. Svo einfalt er það...

Lestu meira →

Eru þið að fara ganga í það heilaga í sumar?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þið fallegu tilvonandi hjón hafið örugglega velt fyrir ykkur hvernig vígslan og veislan eiga að vera, hvar og hvenær og um allt fólkið sem mun koma að þessum merkisdegi. Svo lengi sem þið talið saman og setið ykkur markmið fer allt vel. Það er að mörgu að huga en það er gott að vita fyrirfram að það eru engar fastar reglur nema ein en sú er að þarf að vera einhver sem gefur ykkur saman, fulltrúi frá trúar- eða lífskoðunarfélagi eða sýslumanni. Að öðru leiti snýst þetta fyrst og fremst um að hafa gaman og að láta hugmyndaflugið ráða.  ...

Lestu meira →