Tertugallerí - ekki bara tertur!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugallerí erum heltekin af tertum – eins og sést á nafni okkar. En við erum yfir okkur hrifin af allskonar bakstri og bakkelsi. Það sést best á því að úrvalið hjá okkur er ekki bara tertur, nei síður en svo. Skoðaðu þig um á síðunni okkar og sjáðu allt það gómsæta bakkelsi sem við bjóðum upp á.
Bollakökurnar okkar hafa vakið gífurlega eftirtekt og njóta mikillar hylli. Þær eru guðdómlega góðar með silkimjúku kremi, sem hvergi er sparað. Þú getur valið um tvennskonar krem og sömuleiðis valið hvort þú vilt skraut eða ekki. Fyrir ögn hærri upphæð getur þú meira að segja valið að láta setja mynd á bollakökuna.
Við hjá tertugallerí bjóðum líka upp á ljúffengar litlar kleinur. Tertugallerís kleinur eru gómsætar, mjúkar og bragðgóðar – svona eins og amma gerði alltaf. Það er eitthvað svo heimilislegt við að maula á kleinu og nú getur þú notið þess að bragða á nýsteiktum kleinum frá Tertugallerí. Kleinurnar afhendast 120 í kassa.
Kleinuhringirnir okkar hjá Tertugallerí eru sérstaklega gómsætir. Þeir fást með bleiku eða bláu kremi eða klassískir með karamellu eða súkkulaði. Allir kleinuhringirnir eru afgreiddir 10 í kassa, ákaflega hentug stærð fyrir veislur og samkomur.
Þá eru ótaldar skonsurnar okkar. Dúnmjúkar skonsurnar eru sérstaklega ljúffengar með smjöri og osti eða hvaða því áleggi sem þér finnst henta. Prófaðu að setja majones salat á skonsuna og þú kemst á annað tilverustig! Skonsurnar eru frekar litlar og krúttlegar og afhendast 24 í öskju.
Þetta er aðeins brotabrot af úrvali okkar hjá Tertugallerí. Skoðaðu þig um á síðunni og sjáðu allt úrvalið – það á eftir að koma þér á óvart. Öll vara frá Tertugallerí er feskvara og afhendist nýbökuð fyrir hvern og einn. Því þarf að panta með góðum fyrirvara. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.