Styttist í sumarið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumardagurinn fyrsti nálgast nú óðfluga og víst að flestir landsmenn eru meira en til í að kveðja snjóinn og fagna vori og svo sumri. Við hjá Tertugalleríinu mælum alltaf með því að borin sé fram góð terta til að fagna sumri. Fáar tertur eru sumarlegri en Banana- og kókosbomban okkar.

Það er gaman að skipuleggja eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni á sumardaginn fyrsta, sem að þessu sinni hittir á þann 21. apríl. Flestir eru í fríi frá vinnu og geta notið þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Nú eru rúmar þrjár vikur í þennan skemmtilega dag og um að gera að leggja hausinn í bleyti.

Það getur til dæmis verið gaman að bjóða nánustu fjölskyldu í kaffi. Áður en veitingarnar eru snæddar er samt tilvalið að gera eitthvað saman úti. Það gerir ekkert til þó það rigni eða jafnvel snjói, þá þarf bara að klæða sig eftir veðri.

Undirbúðu ratleik
Höfuðborgarbúar vita að fallegar náttúruperlur eru víða í borginni, eða í nágrenni við hana. Hvernig væri að nota tímann og skipuleggja skemmtilegan ratleik í Elliðaárdalnum? Eða í skóginum í Heiðmörk? Það er gaman að skipta í nokkur lið, hafa unga og aldna saman í hverju liði, og fylgja svo leiðbeiningum, ráða gátur og reyna að komast fyrstur á leiðarenda.

Þegar heim er komið er alveg nauðsynlegt að bjóða upp á eitthvað gott með kaffinu. Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkrar tillögur að gómsætu bakkelsi  fyrir sumardaginn fyrsta.

Það er til dæmis tilvalið að panta Banana- og kókosbombu, gómsæta marengstertu sem minnir alla á sól og sumar.

Pantaðu tímanlega
Þar sem mikið er um fermingar á þessum tíma árs er þó vissara að panta sem allra fyrst. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst. Í fyrra náðum við ekki að anna eftirspurn, svo þá gildir að panta sem fyrst svo hægt sé að taka við pöntuninni.

Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins yfir fermingartímabilið 2016.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →