Fallegur siður að minnast ástvina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er góður og fallegur siður að minnast saman vina og ættingja sem fallið hafa frá með erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið kvaddur. Tertur og annað bakkelsi frá Tertugalleríinu er alltaf við hæfi og auðvelt að bjóða upp á gómsætar veitingar án þess að bæta á umstangið með því að baka sjálfur.
Við erfidrykkjuna gefst kærkomið tækifæri til að hitta vini og fjölskyldumeðlimi og skiptast á sögum um ástvininn. Það getur reynt á að skipuleggja slíka erfidrykkju og um að gera að létta starfið eins og hægt er með því að bjóða upp á nýbakað bakkelsi frá Tertugalleríinu.
Tertur eru alltaf við hæfi og um að gera að velja nokkrar tegundir svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Ameríska súkkulaðitertan er klassísk og margir eru hrifnir af frönsku súkkulaðikökunni sem er skreytt með jarðaberjum og bláberjum. Aðrir kjósa klassíska marsípantertu, ferska gulrótatertu eða karamellutertuna okkar góðu.
Tertur eru gjarnan burðarásinn í bakkelsinu í erfidrykkjum. En það er líka gott að bjóða upp á nokkrar tegundir af smærra góðgæti til að maula inn á milli. Þar koma ekta íslenskar pönnukökur sterkar inn, en þær er hægt að fá bæði upprúllaðar með sykri og með engu á.
Kleinurnar okkar eru líka klassískar og henta bæði fyrir unga og aldna. Margir kunna einnig vel að meta kransablómin. Þau má fá með jarðaberjum, kokteilberjum, súkkulaði og valhnetum.
Notaðu þér þjónustu okkar hjá Tertugalleríinu til að auðvelda þér að bjóða upp á góðar veitingar í erfidrykkjunni án fyrirhafnar.
Deila þessari færslu
- Merki: erfidrykkjur